Á þessi lýsing ekki vel við Icesave reikningana.....

"Ísland er búðarþjófur, sem fór inn í stórverslunina Evrópu og setti inn á sig fullt af vörum, hleypur út en hrasar á leiðinni og fellur með andlitið í jörðina og meiðir sig illilega. Nú koma eigendur búðarinnar hlaupandi á eftir og vilja endurheimta vörurnar sínar. ÞJJÖSNASKAPUR segir þjófurinn! "

Held ég verði að segja...... skil vel Breta og Hollendinga-greyin að þeir skuli vera ævareiðir hvernig þetta fór, en hitt er svo annað mál.... þetta á alls ekki að lenda á Íslensku þjóðinni, það var hvorki Íslenska ríkið, né almenningur á Íslandi sem stofnaði til þessara reikninga.... gleymum því ekki.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ísland er ekkert búðarþjófurinn, það eru hins vegar ákveðnir Íslendingar sem eru í því hlutverki. Að setja Ísland sem heild í þetta hlutverk er eins og að segja að allir unglingar séu slæmir því að sumir þeirra sýna andfélagslega hegðun.

Mér fannst Spaugstofan algerlega negla þetta síðasta laugardag með síðasta laginu sínu sem endaði með orðunum: "Hey lúðar! Mokið ykkar flór!" á meðan myndir af fyrrum "hetjum" landsins birtust á skjánum.

Sigrún Huld Auðunsdóttir (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband