Saga af Jóni bónda

 

Bóndi keypti nýjan Mercedes af E-gerðinni hjá umboðinu.
Verðið á aukabúnaðinum fór í taugarnar á honum. Fannst að fleira mætti vera innifalið sem staðalbúnaður.

Skömmu síðar kaupir forstjóri umboðsins hross hjá sama bónda, vegna frístunda-búskapar frúarinnar.

Bóndinn skrifar svohljóðandi reikning:
Reikningur:
1 hestur (staðalútfærsla) grunnverð kr 240.000
Tvílitur (rauður/grár) extra kr 43.000
Leðuráklæði kr 38.000
Hlífðarhár vegna vetrarkulda kr 3.000
Sjálfskipting 4 gangstig 80.000 hvert kr 320.000
Matic sítengt aldrif kr 117.000
Hemlalæsivörn með spólvörn kr 61.000
Flugnafæla, semi automatic kr 4.000
Augu (fram) HALOGEN m. Augnlokum kr 6.000
Vistvænt útblásturskerfi ( catalyst ) kr innif.
Fjölbrennslukerfi (Multiple fuel use possibility) kr 63.000
Kostnaður vegna breytinga:
Aðlögun stjórntölvu (Tamning + gelding) kr 188.000
Vetrar-/Torfæruhófar (+ negling og ásetning ) kr 14.000
INNLAGT: Hreðjar ( 2 eistu) kr - 2.000
Samtals fyrir hestinn útbúinn skv. pöntun kr 1.095.000


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband